Tap hjá Gauta í 1. umferð EM ungmennaGauti Páll Jónsson beið í gær lægri hlut fyrir Hvít-Rússanum Egor Filipets (2141) í fyrstu umferð EM ungmenna sem fram fer í Batumi í Georgíu dagana 19.-28. október. Önnur umferð hefst í dag kl. 11 og þá hefur okkar maður hvítt gegn stráki frá Úkraínu, Danylo Musiienko (2011).

Oliver Aron Jóhannesson vann í gær, Símon Þórhallsson gerði jafntefli en Dagur Ragnarsson tapaði.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Heimasíða mótsins