Tag Archives: u2000

U-2000 mótinu lokið: Haraldur öruggur sigurvegari

IMG_7725

U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk í gærkveld þegar sjöunda og síðasta umferðin fór fram í húsnæði félagsins, Faxafeni 12. Haraldur Baldursson hafði fyrir umferðina þegar tryggt sér sigur og var með fullt hús vinninga þegar hinar þöglu tímavélar voru settar í gang. Baráttan um annað og þriðja sætið var hinsvegar hörð og höfðu nokkrir keppendur möguleika á að smella sér ...

Lesa meira »

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

U2000_2015_R1-16

Haraldur Baldursson hefur tryggt sér sigurinn í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur en hann hefur fullt hús vinninga að loknum sex umferðum og 1,5 vinnings forskot á næstu keppendur nægir til sigurs þar sem aðeins ein umferð lifir af móti. Sigur Haraldar er afar öruggur en hann hélt forystu frá fyrstu mínútu og það var aðeins vegna frestaðrar skákar sem hann ...

Lesa meira »

Haraldur efstur á U2000 mótinu

U2000_2015_R1-16

Haraldur Baldursson er efstur á U2000 móti félagsins en hann lagði Friðgeir Hólm í fimmtu umferð.  Haraldur er með fullt hús en næstir með 3,5 vinning koma Friðgeir, Arnaldur Bjarnason, Björn Hólm Birkisson og Tjörvi Schiöth.  Haraldur er því í góðri stöðu fyrir tvær síðustu umferðirnar. Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30.  Þá mætast m.a. Björn Hólm ...

Lesa meira »

Friðgeir efstur á U-2000 mótinu

IMG_7559

Þegar fjórum umferðum af sjö er lokið á U-2000 móti TR er gamla brýnið, Friðgeir Hólm, efstur með 3,5 vinning. Næstir með 3 vinninga koma Arnaldur Bjarnason, Haraldur Baldursson og Björn Hólm Birkisson en Haraldur á inni frestaða skák og getur því náð efsta sætinu. Í fjórðu umferð sigraði Friðgeir unglingameistara TR, Aron Þór Mai, Björn Hólm lagði Gauta Pál ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hafið

U2000_2015_R1-4

U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gær en það er nú endurvakið eftir tíu ára hlé.  Mótið er opið öllum þeim sem hafa minna en 2000 Elo-stig og eru þátttakendur að mestu af yngri kynslóðinni en ásamt þeim taka þátt reyndir meistarar sem eru hvergi smeykir við að leggja stigin sín að veði gegn mörgum af efnilegustu skákmönnum landsins. Stigahæstur ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst á morgun miðvikudag

htr14

Taflfélag Reykjavíkur fer nú aftur af stað með hið vinsæla U-2000 mót sem síðast var haldið fyrir sléttum áratug. Undanfarin ár hefur sífellt bæst í flóru viðburða hjá félaginu og er hugmyndin með endurvakningu U-2000 mótanna sú að koma til móts við þá skákmenn sem ekki hafa náð 2000 Elo-stigum og vilja gjarnan spreyta sig í opnu móti þar sem ...

Lesa meira »

U-2000 mótið hefst miðvikudaginn 28. október

vorhatid2015 (4)

Taflfélag Reykjavíkur fer nú aftur af stað með hið vinsæla U-2000 mót sem síðast var haldið fyrir sléttum áratug. Undanfarin ár hefur sífellt bæst í flóru viðburða hjá félaginu og er hugmyndin með endurvakningu U-2000 mótanna sú að koma til móts við þá skákmenn sem ekki hafa náð 2000 Elo-stigum og vilja gjarnan spreyta sig í opnu móti þar sem ...

Lesa meira »