Taflfélag Bolungarvíkur Íslandsmeistari skákfélagaÍslandsmóti skákfélaga 2008-2009 lauk í gær með yfirburðarsigri a-sveitar Taflfélags Bolungarvíkur.  Snemma móts varð ljóst að Bolungarvík ætti sigurinn vísan enda sveitin gríðarlega vel mönnuð erlendum stórmeisturum.  Keppnin um efsta sætið varð því aldrei spennandi og þegar upp var staðið var forskotið níu vinningar en a-sveit Hellis varð önnur og Fjölnismenn urðu þriðju.  Lið Taflfélags Reykjavíkur var ekki nógu sterkt að þessu sinni og hafnaði í fimmta sæti.

Úrslit 1. deildar

 1. Bolungarvík 44,5 v.
 2. Hellir-a 35,5 v.
 3. Fjölnir 33 v.
 4. Haukar 29 v.
 5. TR-a 28,5 v.
 6. Hellir-b 22 v.
 7. SA-a 18 v.
 8. TR-b 13,5 v.

SA-a og TR-b falla niður í 2. deild.

Í 2. deild hafði Taflfélag Vestmannaeyja nokkuð öruggan sigur með 31,5 vinning en b-sveit Hauka varð önnur með 25,5 vinning.  Fallbaráttan var mjög spennandi en að lokum féll Selfoss ásamt b-sveit Skákfélags Akureyrar en norðlendingar hafa misst marga sterka skákmenn til hins nýja félags Máta.

Úrslit 2. deildar

 1. TV 31,5 v.
 2. Haukar-b 25,5 v.
 3. KR 23 v.
 4. SR 21 v.
 5. TG 17,5 v.
 6. Hellir-c 17 v.
 7. SA-b 16,5 v.
 8. Selfoss 16 v.

Í þriðju deild var aldrei spurning um efsta sætið en líkt og í þeirri fyrstu virtist efsta sætið frátekið, að þessu sinni fyrir b-sveit Bolungarvíkur.  Sveitin var fyrnarsterk, átti í raun ekkert erindi í þriðju deildina og gerði lítið annan en að hreinsa upp hinar sveitirnar.  Sveitin fékk fullt hús í öllum viðureignum sínum nema gegn TR-c og Taflfélagi Akraness.  Baráttan um annað sætið og þar með hverjir myndu fylgja Bolvíkingum upp stóð ávallt á milli c-sveitar Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Akraness og var mjög jöfn og spennandi.

Fyrir síðustu umferðina hafði Akranes vinnings forskot á TR-c og því þurfti síðarnefnda sveitin að fá 1,5 vinningi meira en Akranes þar sem jöfn staða í lokin myndi þýða að Akurnesingar færu upp vegna sigurs í innbyrðis viðureign.  Þar sem Akurnesingar öttu kappi við Bolvíkinga í síðustu umferðinni en TR-c mætti c-sveit Haukamanna gat allt gerst en að lokum sigruðu TR-ingar sína viðureign 3,5-2,5 en Akranes tapaði sinni með sama mun.  Liðin urðu því jöfn með 24,5 vinning og Akurnesingar fengu annað sætið vegna sigurs í innbyrðis viðureign.

Fallbaráttan var ekki síður spennandi en aðeins munaði tveimur vinningum á 8. og 4. sætinu en þegar upp var staðið féllu TR-d og Reykjanesbær.

Úrslit 3. deildar

 1. Bolungarvík 37 v.
 2. Akranes 24,5 v.
 3. TR-c 24,5 v.
 4. TG 17,5 v.
 5. Hellir-d 16,5 v.
 6. Haukar-c 16,5 v.
 7. TR-d 16 v.
 8. Reykjanesbær 15,5 v.

Í fjórðu deild sigraði hið nýja félag Máta sem samanstendur aðallega af fyrrum liðsmönnum Skákfélags Akureyrar.  c-sveit Bolungarvíkur hafnaði í öðru sæti og fylgir því Mátum upp í þriðju deild að ári.

Úrslit 4. deildar (efstu lið)

 1. Mátar 27 v.
 2. Bolungarvík-c 25 v.
 3. Víkingaklúbburinn 23 v .
 4. Goðinn 22,5 v.
 5. KR-b 22,5 v.
 6. TV-b 22,5 v.