T.R. hraðskákmeistarar



www.skak.is

Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Taflfélaginu Helli í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór í dag í Skákhöllinni í Faxafeni.  Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að staðan var í hálfleik 24-12.   Þröstur Þórhallsson stóð sig best TR-inga en Bragi Þorfinnsson var bestur Hellismanna.  Þetta er annað árið í röð sem TR-ingar hampa sigri og í fimmta skipti frá upphafi.  

Árangur TR-inga:

  • Þröstur Þórhallsson 9,5 v. af 12
  • Jón Viktor Gunnarsson 8 v. af 11
  • Stefán Kristjánsson 7,5 v af 12
  • Arnar E. Gunnarsson 5 v. af 8
  • Guðmundur Kjartansson 5 v. af 11
  • Dagur Arngrímsson 3,5 v. af 10
  • Snorri G. Bergsson 2 v. af 3
  • Helgi Áss Grétarsson 2 v. af 4
  • Torfi Leósson 1 v. af 1

Árangur Hellisbúa:

  • Bragi Þorfinnsson 8 v. af 12
  • Jóhann Hjartarson 6 v. af 12
  • Ingvar Þór Jóhannesson 3 v. af 10
  • Björn Þorfinnsson 3 v. af 10
  • Sigurbjörn Björnsson 2,5 v. af 10
  • Róbert Harðarson 2 v. af 6
  • Hjörvar Steinn Grétarsson 2 v. af 6
  • Davíð Ólafsson 1,5 v. af 2
  • Andri Á. Grétarsson 0,5 v. af 1
  • Sigurður Daði Sigúfsson 0 v. af 3 

Þetta var spennandi viðureign. T.R.ingar unnu í fyrstu umferð 4-2, en Hellismenn náðu jafnan 3-3 jafntefli með hvítu, uns þeir náðu sigri. En T.R.ingar höfðu betur í heildina, m.a. vegna 6-0 sigurs í 3. umferð. Hellismenn börðust þó vel, en T.R.ingar héldu sínu.

T.R.ingar eru því Hraðskákmeistarar taflfélaga annað árið í röð og stefna að því, að halda bikarnum á komandi árum.

Mynd: Þröstur Þórhallsson fékk flesta vinninga T.R.inga í gær.