Sumarnámskeið Taflfélags Reykjavíkurlau-aef (1)

Taflfélag Reykjavíkur býður upp á átta skáknámskeið í sumar fyrir börn fædd árin 2003 – 2008. Námskeiðin verða haldin í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12 (gengið inn að norðanverðu).

 

Námskeið 1: 13.júní – 16.júní, kl. 10:00 – 12:30.

Námskeið 2: 13.júní – 16.júní, kl. 13:30 – 16:00.

Námskeið 3: 20.júní – 24.júní, kl. 10:00 – 12:30.

Námskeið 4: 20.júní – 24.júní, kl. 13:30 – 16:00.

Námskeið 5: 27.júní – 1.júlí, kl. 10:00 – 12:30.

Námskeið 6: 27.júní – 1.júlí, kl. 13:30 – 16:00.

Námskeið 7: 4.júlí – 8.júlí, kl. 10:00 – 12:30.

Námskeið 8: 4.júlí – 8.júlí, kl. 13:30 – 16:00.

 

Þátttakendur velja annaðhvort námskeiðið fyrir hádegi eða eftir hádegi. Ætlast er til þess að þátttakendur kunni mannganginn að mestu leyti.

Bragi_Þorfinnsson2Jón_Viktor_Gunnarsson

Kennarar á námskeiðunum eru alþjóðlegu meistararnir Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Þeir Bragi og Jón Viktor eru á meðal fremstu skákmanna landsins og voru meðal annars í sigurliði Íslands á Ólympíumótinu í skák (u16) árið 1995.

Gjald fyrir hvert námskeið er 7.000kr, nema fyrir námskeið 1 og 2 (4 dagar) en þá er gjaldið 5.600kr. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér rétt til þess að fella niður námskeið sé þátttaka ekki næg.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar veitir Bragi Þorfinnsson í síma 867 2627.