Styrkjareglur

Styrkjareglur Taflfélags Reykjavíkur

  1. flokkur: Virkir stórmeistarar og skákmenn yfir 2.500 skákstig
  2. flokkur: Virkir alþjóðlegir meistarar og skákmenn yfir 2400 skákstig
  3. flokkur: Virkir FIDE-meistarar og skákmenn yfir 2300 skákstig

Skyldur T.R.

  1. flokkur: Taflfélag Reykjavíkur áskilur 1. flokks mönnum rétt til að sækja um og hljóta 200.000 kr. í styrk á ári til keppnisferða erlendis. Hver styrkur getur ekki orðið hærri en 66.666. kr., nema í undantekningartilfellum, sem stjórn T.R. ákveður.
  2. flokkur: Taflfélag Reykjavíkur áskilur 2. flokks mönnum rétt til að sækja um og hljóta 150.000 kr. í styrk á ári til keppnisferða erlendis. Hver styrkur getur ekki orðið hærri en 50.000 kr., nema í undantekningartilfellum, sem stjórn T.R. ákveður.
  3. flokkur: Taflfélag Reykjavíkur áskilur 3. flokks mönnum rétt til að sækja um og hljóta 100.000 kr. í styrk á ári til keppnisferða erlendis. Hver styrkur getur ekki orðið hærri en 50.000 kr., nema í undantekningartilfellum, sem stjórn T.R. ákveður.

Skyldur styrkþega

Styrkþegar skulu tefla a.m.k. sex skákir í Íslandsmóti skákfélaga á hverju keppnistímabili, nema sérstakar ástæður komi upp, s.s. veikindi. Stjórn T.R. mun meta uppgefnar ástæður, reynist svo þörf.

Styrkþegar skulu tefla að jafnaði í öðrum keppnum, sem félagið tekur þátt í, s.s. Hraðskákkeppni taflfélaga, Bikarmóti T.G. og öðrum slíkum keppnum.
Styrkþegar skulu taka að sér stundakennslu unglinga í Skákskóla T.R. sé þess óskað. Miðað er við, að sú kennsla verði þó aðeins minni háttar, t.d. 2-3 skipti á hvoru misseri, auk séraðstoðar, ef þurfa þykir, þegar unglingar félagsins taka í mikilvægri keppni eða sveitakeppni, heima eða erlendis.
Á mótum erlendis skulu styrkþegar senda heim fréttir af gangi máli fljótlega eftir að skák lýkur, sé þess kostur, til birtingar á fréttasíðu Taflfélagsins á www.taflfelag.is.
Þeir sem þiggja styrki frá T.R. gangast undir þau skilyrði sem sett eru.