Stórmót Árbæjarsafns og T.R. fer fram á sunnudagStórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á skák.

Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, sem er fyrir  löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður í dagatali skákmanna.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 12.000 kr., 8.000 kr. og 5.000 kr.

Þátttökugjöld í Stórmótinu eru kr. 1.100 fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis fyrir yngri en 18 ára.  Þátttökugjöld eru jafnframt aðgangseyrir að  safninu en þeir sem þegar hafa aðgang, t.d. með menningarkorti, þurfa ekki að borga þátttökugjald.

Ekkert kostar að taka þátt í Stórmótinu fyrir þá sem taka þátt í lifandi taflinu.

Enn eru laus pláss í lifandi taflinu til að leika peð, riddara, biskup, hrók, kóng eða drottningu.

Áhugasamir hafi samband við Torfa Leósson með tölvupósti eða í síma 697-3974.  Skráningu í lifandi taflið lýkur fimmtudaginn 9. ágúst.

Þeir sem taka þátt í lifandi taflinu eru vinsamlega beðnir um að mæta á Árbæjarsafn þann 12. ágúst kl.12.30 til að fara í búninga.