Stórkostlegur árangur TR í Hraðskákkeppni taflfélagaBæði lið Taflfélags Reykjavíkur, A-liðið og unglingaliðið, hafa tryggt sér sæti í annarri umferð í Hraðskákkeppni taflfélaga. Verður það að teljast nokkuð gott, sérstaklega í ljósi þess að liðsmenn tefldu ekki eina einustu skák.

Nú er góður tími til að hlaða batteríin fyrir komandi átök, en fyrstu umferð verður lokið eigi síðar en 18. ágúst. Stór hluti unglingaliðsins mun síðan taka þátt í EM ungmenna í Prag seinna í mánuðinum.