SÞR#5: Allt á suðupunkti í toppbaráttu Skákþings Reykjavíkur



20190120_132544

Mikil barátta einkenndi 5.umferð Skákþings Reykjavíkur sem tefld var síðastliðinn sunnudag. Í uppgjöri efstu manna hafði Davíð Kjartansson (2403) betur gegn Sigurbirni Björnssyni (2296) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2560) og Vignir Vatnar Stefánsson (2248) klifu í toppsætið með góðum sigrum. Þá vann Guðmundur Kjartansson (2424) skák sína gegn Birni Hólm Birkissyni (2078) og er því aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Þrír skákmenn eru efstir og jafnir á toppnum fyrir 6.umferð; Davíð, Vignir Vatnar og Hjörvar Steinn. Staða efstu manna:

SÞR#5_stada

Skákþingið heldur áfram í kvöld er 6.umferð verður tefld. Framundan eru sannkallaðir stórslagir og verður hægt að fylgjast með fjórum efstu borðunum í beinni útsendingu:

SÞR#6_beinar

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu mótsins má finna á Chess-Results. Þar má einnig finna skákir mótsins á pgn formi.