Skákþing Rvk – Skeljungsmótið hefst 6. janúarSkeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verður, að venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30.

Teflt verður í einum flokki, opnum öllum skákmönnum. Tímamörk eru hefðbundin, eða 90 mínútur á skák, en að auki bætast við 30 sekúndur á leik.

Dagskrá mótsins  

1.  umferð sunnudag      6. janúar  kl. 14-18 

2.  umferð miðvikudag  9. janúar  kl. 19.30-23 

3.  umferð föstudag      11. janúar  kl. 19.30-23 

4.  umferð sunnudag    13. janúar  kl. 14-18 

5.  umferð miðvikudag 16. janúar  kl. 19.30-23 

6.  umferð föstudag      18. janúar  kl. 19.30-23 

7.  umferð sunnudag    20. janúar  kl. 14-18 

8.  umferð miðvikudag 23. janúar  kl. 19.30-23 

9.  umferð föstudag      25. janúar  kl. 19.30-23 

Skákþingið er reiknað til íslenskra og alþjóðlegra skákstiga. 

Skráning fer fram í síma 895-5860 (Ólafur) eða í netföngin  taflfelag@taflfelag.is  og oli.birna@simnet.is

Nokkrir keppendur hafa þegar skráð sig, þeirra á meðal stórmeistarinn Henrik Danielsen og FIDE-meistarinn Sigurður Daði Sigfússon.

Þeir sem hafa munnlega lýst yfir áhuga á þátttöku í Skákþinginu eru vinsamlegast beðnir að staðfesta þátttöku sína með tölvupósti.

Verðlaun verða:

1. sæti: 100.000
2. sæti:   60.000
3. sæti:   40.000

Þátttökugjöld verða : 3.500 krónur fyrir fullorðna / 2.000kr. fyrir grunnskólabörn.

Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur, sé hann búsettur í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.

Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Sigurbjörn J. Björnsson.

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 27. janúar og hefst það kl. 14.00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Monradkerfi.