Sigurður Daði skákmeistari T.R. 2009



Sigurður Daði Sigfússon (2335) er skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2009 en hann tryggði sér titilinn með því að gera jafntefli við Daða Ómarsson (2099) í áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fór í gær.  Fyrir lokaumferðina hefur hann því 2 vinninga forskot á næsta T.R.-ing.

Þetta er í fjórða sinn sem Sigurður Daði vinnur titilinn en hann var aðeins 17 ára þegar hann vann hann fyrst fyrir 20 árum, árið 1989.  Hann vann síðan 1997 og 2002.  Sigurður Daði er uppalinn í T.R. og gekk nýverið aftur til liðs við félagið eftir stutta dvöl í Taflfélaginu Helli.

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar Sigurði Daða til hamingju með titilinn.