Síðasta vika sumarnámskeiða TR að hefjast – opið fyrir skráninguWP_20160627_002Alþjóðlegi meistarinn og skákkennarinn, Bragi Þorfinnsson, hefur undanfarnar vikur leitt börn á sumarnámskeiðum TR um helstu króka og kima skáklistarinnar. Börnin virðast hafa drukkið í sig fróðleikinn en ekki síður skemmt sér konunglega í glímu sinni við þær þrautir og leiki sem Bragi hefur blásið til.

WP_20160628_010Framundan er síðasta vika sumarnámskeiðanna og því einungis tvö námskeið eftir þetta sumarið. Námskeiðin eru opin öllum börnum fædd 2003-2009.

Námskeið #7 hefst mánudaginn 4.júlí kl.10:00. Námskeið #8 hefst sama dag kl.13:30. Skráning á námskeiðin er nú í fullum í gangi og má nálgast skráningareyðublaðið með því að smella hér.