Síðasta Grand Prix mótið 2007 haldið annað kvöldStjórn T.R. vill sérstaklega minna skákmenn á, að síðasta Grand Prix mótið á þessu ári mun fara fram annað kvöld í Skákhöllinni Faxafeni 12 og hefst það kl. 19.30.

Davíð Kjartansson er langefstur á heildarlistanum, en á síðasta móti sigraði Henrik Danielsen, eftir harða keppni við Davíð.

Ný Grand Prix röð hefst síðan eftir áramót og verður þá bryddað upp á ýmsum nýjungum, en t.d. verða forgjafarmót haldin reglulega, osfrv.

Mótið verður nánar auglýst á morgun.