Síðasta fimmtudagsmót vetrarins í kvöld hjá TRSíðasta fimmtudagsmótið að sinni verður haldið í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

 

Í lok móts fer fram happdrættisútdráttur þar sem dregnir verða út þrír vinningar, kr. 40.000, 20.000 og 10.000.  Allir sem hafa mætt á minnst fimm mót í vetur verða með í útdrættinum og því oftar sem hefur verið mætt, því meiri líkur eru á að verða dreginn út.  33 einstaklingar eru nú í pottinum en alls hafa tæplega 100 skákmenn og skákkonur mætt á mótin í vetur.