Sævar, Hjörvar og Jorge efstir í áskorendaflokkiAlþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason (2171), Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) og Jorge Fonseca (2009) eru efstir og jafnir með 5 vinninga að lokinni sjöttu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem lauk rétt í þessu.  Hjörvar sigraði TR-inginn, Eirík K. Björnsson (2034), Sævar lagði hinn mjög svo hárfagra TR-ing, Kristján Örn Elíasson (1982) og Jorge vann Akurnesinginn, Magnús Magnússon (2055).

Af öðrum úrslitum má nefna að Þorvarður F. Ólafsson (2211) og Ólafur G. Jónsson (1899) gerðu jafntefli en annars voru úrslit nokkuð eftir bókinni

Sjöunda umferð fer fram á laugardag og hefst kl. 11 en þá mætast m.a. Jorge og Hjörvar, og Sævar og Fide meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2286).

Árangur T.R. manna eftir sex umferðir:

Eiríkur K. Björnsson (2034) 4v
Kristján Örn Elíasson (1982) 4v
Frímann Benediktsson (1950) 4v
Þorsteinn Leifsson (1814) 3,5v
Agnar Darri Lárusson (1752) 3v
Atli Antonsson (1720) 2v
Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) 3,5v
Páll Andrason (1550) 3v
Birkir Karl Sigurðsson (1370) 2v
Hjálmar Sigurvaldason (1350) 3v

  • Heimasíða SÍ
  • Chess-Results
  • Skákirnar