Rimaskóli og Laugalækjarskóli sigruðu á Jólamóti TR og SFSGlæsilegu og vel sóttu Jólamóti TR og SFS lauk í gærkvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur.

Í úrslitakeppni yngri flokks sigraði sveit Rimaskóla og fékk hún 10,5 vinning. Í 2.sæti varð Ölduselsskóli með 8,5 vinning. Fossvogsskóli endaði í 3.sæti með 4 vinninga.

Í eldri flokki sigraði Laugalækjarskóli með 18,5 vinning en Árbæjarskóli kom í humátt á eftir með 18 vinninga. Rimaskóli endaði í 3.sæti með 17 vinninga. Hjá stúlkunum var það sveit Rimaskóla sem reyndist hlutskörpust með 10 vinninga. Sveit Breiðholtsskóla kom skammt á eftir með 8,5 vinning.

Mótinu verða gerð ítarlegri skil í máli og myndum á næstu dögum.

Yngri flokkur

1. Rimaskóli 10,5v2. Ölduselsskóli 8,53. Fossvogsskóli 44. Háteigsskóli 1

Eldri flokkur

1. Laugalækjarskóli A 18,5v2. Árbæjarskóli A 183. Rimaskóli A 174. Hólabrekkuskóli 155. Laugalækjarskóli B 14,56. Árbæjarskóli B 12,57. Rimaskóli st. 108. Breiðholtsskóli st 8,59. Breiðholtsskóli A 5