Pörun og nokkur úrslit frá PóllandiSamkvæmt símtali frá Torfa Leóssyni, fararstjóra og aðalþjálfara Laugalækjarliðsins, hafa tveir strákanna lokið skákum sínum, en Vilhjálmur Pálmason sigraði í aðeins 9 leikjum, og Matthías Pétursson hefur jafnframt sigrað sína skák. Báðir fengu þeir frekar auðvelda andstæðinga á 2 neðstu borðunum.  Einar Sigurðsson og Aron Ellert Þorsteinsson tefla hins vegar á 2 efstu borðunum, gegn stigahæstu mönnum mótsins.

Sigur Vilhjálms var þess eftirtektarverðari, að hann tefldi með viðamiklar sáraumbúðir á fæti, hafði fótinn uppi á stól og með klaka bundinn við. Málavextir voru þeir, að í morgun fóru strákarnir í sund í stöðuvatninu, sem er nærri hótelinu. Þar rakst Vilhjálmur á eitthvað oddhvasst á bryggjunni, svo úr var skurður. Bundið var um sárið, en skömmu síðar tók fóturinn að bólgna mjög út svo farið var til læknis, sem sprautaði sótthreinsandi og gegn stífkrampa, og batt um sárið.

Að öðru leyti hafa íslensku strákarnir þarna yfir engu að kvarta.

En pörunin í 1. umferð var þessi:

1 (1) Koziak, Vitali –:– Thorsteinsson, Aron Ellert (16)
2 (17) Sigurdsson, Einar –:– Voloshin, Leonid (2)
3 (3) Zezulkin, Jurij –:– Eliseev, Artur (18)
4 (19) Muc, Zbigniew –:– Aliavdin, Nikolai (4)
5 (5) Cherednichenko, Svetlana –:– Klimaszewski, Jerzy (20)
6 (21) Kutera, Henryk –:– Smirnov, Aleksander (6)
7 (7) Vas, Peter –:– Olszówka, Łukasz (22)
8 (23) Osvath, Zoltan –:– Rymskyy, Aleksander (8)
9 (9) Remez, Serhiy –:– Kitowski, Leszek (24)
10 (25) Olszówka, Andrzej –:– Stala, Grzegorz (10)
11 (11) Loy, Konstantin –:– Syposz, Jan (26)
12 (27) Wolski, Krzysztof –:– Omarsson, Dadi (12)
13 (13) Mielke, Torsten –:– Ostrowski, Michał (28)
14 (29) Tomala, Stanisław –:– Petursson, Matthias (14)
15 (15) Palmason, Vilhjalmur –:– Włodawski, Ryszard (30)