Öðlingamótinu lýkur í kvöld – Einar enn einn efstur



odl15_r6__2_

Skákmóti öðlinga lýkur í kvöld þegar sjöunda og síðasta umferðin fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Mótið hefur verið sérlega skemmtilegt og hefur Einar Valdimarsson (1945) vakið athygli fyrir frammistöðu sína en hann er í kjörstöðu fyrir kvöldið með fullt hús vinninga, vinningi meira en Þorvarður Fannar Ólafsson (2222). Næstir með 4 vinninga eru Halldór Pálsson (2030), Ögmundur Kristinsson (2030), Eiríkur K. Björnsson (1959), Ólafur Gísli Jónsson (1900) og Haraldur Baldursson (1984).

odl15_r6__5_

Haraldur og Einar mætast í kvöld þar sem Einar stýrir svörtu mönnunum og nægir jafntefli til að tryggja sér sigur í mótinu. Þá mætir Ögmundur Þorvarði og Eiríkur og Ólafur kljást á þriðja borði. Taflmennskan hefst kl. 19.30 og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með baráttunni.

odl15_r6__9_