Nýjungar á laugardagsæfingumTaflfélag Reykjavíkur kynnir til leiks breytingar á fyrirkomulagi hinna rótgrónu laugardagsæfinga sem ætlaðar eru börnum og unglingum.  Með breytingunum er stuðlað að aukinni framþróun skákæfinganna og þær gerðar enn betri og markvissari en áður hefur þekkst.  Meðal nýjunga er veglegt nýútgefið námsefni sem stuðst verður við í þjálfun og kennslu og þá fá meðlimir T.R. aukið vægi á æfingunum.  Ítarlegri upplýsingar má lesa í meðfylgjandi pistli (pdf).

  • Nýjungar á Laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur