Ný stjórn T.R.Óttar Felix Hauksson var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi sem haldinn var í húsakynnum félagsins í gærkvöldi.

Nýja stjórn skipa, auk formanns, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Júlíus L. Friðjónsson, Ólafur S. Ásgrímsson, Kristján Örn Elíasson, Magnús Kristinsson og Þórir Benediktsson.

Í varastjórn eru Torfi Leósson, Björn Jónsson, Daði Ómarsson og Elín Guðjónsdóttir.

Hugur er í nýrri stjórn að hefjast handa af krafti við verkefni komandi vetrar, en fyrstu verkefni hinnar nýju stjórnar hefjast strax á næstu dögum. Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í þriðja sinni í Minjasafni Reykjavíkur sunnudaginn 17.ágúst og mánudaginn 18. ágúst fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur hið árlega Borgarskákmót sem Taflfélag Reykjavíkur sér um í samvinnu við Taflfélagið Helli. 

ÓFH