Nataf í T.R.Franski stórmeistarinn Igor Alexandre Nataf (2596) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélagi Vestmannaeyja.

Nataf hefur jafnan teflt á 1. borði fyrir Taflfélag Vestmannaeyja hin síðustu misseri og hefur staðið sig vel. Hann mun styrkja a-lið Taflfélagsins í komandi baráttu og að öllu óbreyttu leiða sveitina til sigurs á Íslandsmóti skákfélaga.

Taflfélagið býður Nataf velkominn til leiks.