Misiuga genginn í T.R.Andrzej Misiuga er formlega genginn í T.R., en farist hafði fyrir að senda tilkynningu um inngöngu hans til Skáksambands Íslands.

Samkvæmt reglum þurfa erlendir skákmenn að tilkynna inngöngu í íslenskt skákfélag, eða félagaskipti, formlega, en óvíst er hvort Misiuga falli undir slíkt, enda er hann búsettur á Íslandi. Þar eð hann var ekki áður í öðru íslensku félagi er ekki ljóst, hvort “útlendingareglan” nái yfir hann, en til að hafa öll mál á hreinu ákvað T.R. að senda inn staðfestingu þess efnis. 

Taflfélagið býður Misiuga hjartanlega velkominn í T.R.