Magnús og Þorvarður leiða á VetrarmótinuMagnús Pálmi Örnólfsson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með 5 vinninga að loknum sex umferðum á Vetarmóti öðlinga. Í sjöttu og næstsíðustu umferðinni sem fór fram í gærkveldi vann Magnús Siguringa Sigurjónsson en Þorvarður lagði Sverri Örn Björnsson. Hvorki fleiri né færri en sex keppendur koma næstir með 4 vinninga.

Það er ljóst að baráttan á lokasprettinum verður æsispennandi en lokaumferðin fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og hefst hún kl. 19.30. Þá mætast m.a. Þorvarður og Kristján Halldórsson, Magnús og Vignir Bjarnason, John Ontiveros og Sverrir sem og Guðmundur Aronsson og Magnús Magnússon.

Áhorfendur eru velkomnir en ávallt er heitt á könnunni.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Öðlingameistarar
  • Mótstöflur öðlingamóta
  • Myndir