Laugardagsæfingin 2. maí – Vorhátíðarskákæfing



Laugardagsæfingin 2. maí – Vorhátíðarskákæfing

 

Vorhátíðarskákæfing Taflfélags Reykjavíkur fór fram 2. maí. Þetta var jafnframt síðasta laugardagsæfing vetrarins og sú 31. frá því í september. Laugardagsæfingarnar hafa verið vel sóttar í vetur. Um 100 börn hafa mætt á æfingar frá því í september og harði kjarninn sem mætt hefur að staðaldri frá áramótum telur um 30 börn.

 

Vor er í lofti. Skákkrakkarnir eru flest hver einnig í öðrum greinum eins og tónlist og íþróttum og hafa því nóg að gera, auk þess að vera úti og leika sér í góða veðrinu! 22 krakkar mættu þó á þessa síðustu laugardagsæfingu. Slegið var upp 7. mínútna móti eftir Monradkerfi strax í upphafi æfingar og var Sævar síðan með skákskýringar. Á meðan æfingunni stóð var foreldrum boðið upp á kaffi og vöfflur að ógleymdum súkkulaðikökum sem Þórir Benediktsson ljósmyndari og vefstjóri T.R. hafði bakað!

 

Verðlaun voru afhent fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum þessarar annar. Einnig voru nýjir félagar í Taflfélagi Reykjavíkur boðnir velkomnir með skákbókagjöf og auk þess voru bíómiðar í happdrætti. Óttar Felix Hauksson, formaður T.R., átti lokaorðin á skákæfingunni og að því búnu var öllum krökkunum boðið upp á pizzu og gos.

 

Skemmtileg stemning var á þessari síðustu laugardagsæfingu vetrarins og verðlaunahafarnir vel að sínum verðlaunum komnir. Veitt voru verðlaun fyrir ástundun í fjórum aldurshópum.

 

Verðlaun fyrir ástundun:

 

Börn fædd 2003

1. Ólafur Örn Olafsson.

 

Börn fædd 2000-2002

1. Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir og Hörður Sindri Guðmundsson.

2. Páll Ísak Ægisson.

3. Gunnar Helgason, Erik Daníel Jóhannesson.

 

Börn fædd 1997-1999

1. Gauti Páll Jónsson og Þorsteinn Freygarðsson.

2. Jakob Alexander Petersen.

3. Sigurður Alex Pétursson

 

Börn fædd 1993-1996
1. Muhammad Zaman.

 

Verðlaun fyrir samanlögð stig fyrir ástundun og árangur á æfingarmótunum.

 

1. Gauti Páll Jónsson.

2. Mías Ólafarson og Þorsteinn Freygarðsson.

3. Jakob Alexander Petersen.

 

Nýjir meðlimir í Taflfélagi Reykjavíkur voru boðnir velkomnir og þeim gefin skákbók að gjöf. Þeir eru í stafrófsröð:

 

Christian Már Einarsson

Finnbogi Tryggvason

Hörður Sindri Guðmundsson

Ísak Indriði Unnarsson

Einnig gekk Kristófer Þór Pétursson í T.R. fyrr á þessari önn.

 

Sjö heppnir krakkar fengu svo bíómiða í happdrætti.

 

Þau sem einnig voru með á vorhátíðarskákæfingunni voru auk þessara: Elvar P. Kjartansson, Kveldúlfur Kjartansson, María Zahida, Samar-e-Zahida, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson, Úlfur Elíasson, Lára Margrét Holm Hólmfríðardóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Gaman var líka að yngri systkini svo og foreldrar og aðrir vandamenn settu svip sinn á þessa vorhátíðarskákæfingu!

 

Við þökkum öllum krökkunum sem mætt hafa á laugardagsæfingar T.R. í vetur fyrir ánægjulega samveru! Verið velkomin aftur eftir sumarfríið!

 

Gleðilegt sumar!

 

Umsjónarmenn á þessari æfingu voru Elín Guðjóndóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Auk þess voru til aðstoðar við skákstjórn og vöfflubakstur Stefanía Bergljót Stefánsdóttir og Jóhann H. Ragnarsson. Þórir Benediktsson ljósmyndari og vefstjóri T.R. tók myndir af krökkunum sem birtast munu á heimasíðu T.R. innan skamms.