Laugardagsæfingarnar hefjast að nýju 10. janSkákæfingar fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hefjast að nýju laugardaginn 10. janúar kl. 14-16. Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, sér um skákkennslu og umsjón æfinganna skipta með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Ókeypis þátttaka. Verið velkomin!