KORNAX mótið: Pörun fimmtu umferðarÓskar Long Einarsson vann í gærkvöldi óvæntan sigur á Haraldi Baldurssyni í frestaðri skák úr fjórðu umferð Skákþings Reykjavíkur og liggur pörun fimmtu umferðar nú fyrir.  Þá mætast á efstu borðum Fide meistararnir Einar Hjalti Jensson og Davíð Kjartansson, Omar Salama og alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, Júlíus L. Friðjónsson og Halldór Pálsson sem og Vigfús Ó. Vigfússon og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova.

 

Margar athyglisverðar viðureignir fara að auki fram og má þar nefna viðureign nýkrýnds Íslandsmeistara Vignis Vatnars Stefánssonar og Mikaels Jóhanns Karlssonar en báðir eru þeir með efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar og tefldi Mikael meðal annars í A-flokki síðastliðins Haustmóts.

 

Fimmta umferð hefst á miðvikudagskvöld kl. 19.30.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Dagskrá og upplýsingar
  • Skákmeistarar Reykjavíkur
  • Mótstöflur síðustu ára
  • Myndir (JHR)