Kjartan endurkjörinn formaður TRTR_BotnlogoKjartan Maack var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýverið. Ein breyting varð á stjórn félagsins er Una Strand Viðarsdóttir tók sæti í aðalstjórn.

Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2018-2019 skipa Kjartan Maack, Þórir Benediktsson, Magnús Kristinsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Ríkharður Sveinsson, Gauti Páll Jónsson og Una Strand Viðarsdóttir.

Varastjórn félagsins næsta starfsár skipa Eiríkur Björnsson, Daði Ómarsson, Torfi Leósson og Jon Olav Fivelstad.