Jólaskákmót TR og SFS 2013 – Rimaskóli sigursæll



Síðastliðinn mánudag lauk keppni á mjög vel heppnuðu Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.  Keppnisrétt á mótinu hafa allir grunnskólar Reykjavíkur og gátu þeir sent 4. manna sveitir til keppni.  Þetta var í 31. sinn sem mótið fer fram en samkvæmt venju var keppt í tveimur aldursflokkum, 1.-7. og 8.-10. bekk.  Skólar gátu skráð bæði blönduð lið stráka og stúlkna, en einnig var hægt að senda lið eingöngu skipuð stúlkum til keppni.  Alls tóku 44 sveitir þátt að þessu sinni sem er nýtt met og ber því gróskumiklu skákstarfi sem fram fer í skólum borgarinnar og úti í taflfélögunum fagurt vitni.  Fjórar stúlknasveitir mættu nú til leiks sem verður að teljast afar jákvætt, en í fyrra tók einungis ein stúlknasveit þátt.  Keppnin fór líkt og undanfarin ár fram  í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og sem fyrr var hinn órjúfanlegi hluti þessa móts, Birnukaffi opið.  Enda veitir ekki af að geta gengið í kökur, vöfflur og annað góðgæti til hlaða batteríin á Jólamótinu!

 Yngri flokkur sunnudaginn 1. desember Keppni hófst á sunnudaginn í yngri flokki og alls voru þar 36 sveitir skráðar til leiks frá yfir 20 skólum borgarinnar.  Í ár var fyrirkomulagi keppninnar í yngri flokki breytt töluvert til að auðvelda utanumhald og tryggja að hún tæki ekki of langan tíma fyrir börnin.  Skólunum var skipt í tvo riðla, norður og suður og hófst keppni í fyrri riðlinum um morguninn kl. 10.30.  Að honum loknum hófst svo keppni í seinni riðlinum kl. 14.00.  Tvö efstu lið úr hvorum riðli mættust svo í úrslitum á mánudeginum samhliða keppni í eldri flokki.   Öll úrslit og pörun voru nú tölvuvædd sem gerði það að verkum að nánast engin bið var milli umferða og keppnin gékk hratt og örugglega fyrir sig.  Mikil almenn ánægja var með þetta nýja fyrirkomulag, bæði meðal skólastjórnenda sem og skákforeldra. Í fyrri riðlinum um morguninn kepptu 14 sveitir.   Í mörgum sveitum voru krakkar að keppa á sínu fyrsta skákmóti en öll stóðu þau sig með prýði og með flestar reglur á hreinu!  Fjölmargir foreldrar fylgdu börnum sínum og skemmtu sér konunglega við að fylgjast með spennandi skákum ungviðsins.   Í keppninni tók  A sveit Ölduselsskóla fljótlega forystu og sýndi svo mikla yfirburði með því að vinna allar skákir sínar, 24 að tölu!  Sveitin var skipuð mjög ungum strákum sem sannarlega eiga framtíðina fyrir sér við skákborðið.  Í öðru sæti hafnaði nokkuð óvænt B sveit Fossvogsskóla eftir harða baráttu við Melaskóla og A sveit Fossvogsskóla.  Sveitin var líkt og A sveit Ölduselsskóla skipuð ungum strákum og eflaust hefur þeim ekki leiðst það mikið að verða fyrir ofan A sveitina sína!  Melaskóli hafnaði svo á endanum í þriðja sæti hálfum vinning fyrir ofan A sveit Fossvogsskóla.  Ölduselsskóli mætti með flestar sveitir í þennan riðil, eða alls þrjár.Þrjár efstu sveitirnar fengu verðlaunapeninga og skákhefti úr smiðju formanns Taflfélags Reykjavíkur, Björns Jónssonar.  Þá unnu tvær efstu sveitirnar sér þátttökurétt í úrslitum daginn eftir.  En það fór enginn tómhentur heim.  Allir skólarnir  fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og liðsmenn sveita þeirra fengu svo skákhefti að gjöf. Lokastaðan í suður riðli varð þessi: 1   Ölduselsskóli A                  24      2   Fossvogsskóli B                  15.5     3   Melaskóli                        14.5    4   Fossvogsskóli A                  14      5   Ölduselsskóli B                  13      6   Breiðagerðisskóli                12       7   Árbæjarskóli A                   11.5    8   Hlíðaskóli                       11      9-10 Grandaskóli                      10.5         Breiðholtsskóli B                10.5 11-12 Klébergsskóli                    8.5          Breiðholtsskóli A                8.5     13   Árbæjarskóli B                   7.5     14   Ölduselsskóli C                  6       Það voru svo 22 sveitir sem mættu til leiks seinnipartinn og þar af tvær öflugar stúlknasveitir.  Eins og í hinum riðlinum þá var ein sveit sem skar sig fljótlega frá hinum og sigraði riðilinn af öryggi með 21 vinning af 24.  Það var A sveit Rimaskóla og kom fáum á óvart enda hefur skólinn verið dæmalaust sigursæll á þessu móti undanfarin ár.  Sveitin þurfti þó að sætta sig við jafntefli 2-2 gegn öflugri sveit Kelduskóla sem hafnaði að lokum í öðru sæti.  A sveit Ingunnarskóla hafnaði svo í þriðja sæti eftir harða baráttu við B sveit Rimaskóla.  Þessir tveir skólar, Ingunnarskóli og Rimaskóli mættu báðir með fjórar sveitir til leiks og þar af eina stúlknasveit.  Í þeim flokki var það sveit Rimaskóla sem sigraði og var reyndar í hópi efstu sveita á mótinu, endaði í sjötta sæti með 14 vinninga.Eins og i fyrri riðlinum voru allir leystir út með viðurkenningu fyrir þátttökuna. Lokastaðan í norður riðli varð þessi: 1   Rimaskóli A,                       21    2   Kelduskóli A,                      17.5      3   Ingunnarskóli A,                   15.5     4   Rimaskóli B,                       15       5   Landakotsskóli,                    14.5     6   Rimaskóli (S),                     14       7   Sæmundarskóli A,                   13.5     8-9 Sæmundarskóli B,                   13             Háteigsskóli,                      13       10   Laugalækjaskóli,                   12.5    11-12 Rimaskóli C,                       12            Austurbæjarskóli A,                12      13-14 Foldaskóli,                        11.5           Vogaskóli,                         11.5   15-17 Ingunnarskóli C,                   11           Ingunnarskóli B,                   11           Ingunnarskóli (S),                 11      18   Dalskóli,                          10       19   Austurbæjarskóli B,                9       20   Húsaskóli A,                       6.5   21-22 Háaleitisskóli,                    4.5           Húsaskóli B,                       4.5      Úrslitkeppni yngri flokks mánudaginn 2. desember 

Sveitirnar fjórar sem unnu sér þátttökurétt í úrslitakeppni yngri flokks mættust svo innbyrðis kl. 17.00 daginn eftir samhliða keppni í eldri flokki.  Fyrirfram var búist við mjög spennandi keppni, enda allar sveitirnar líklegar til sigurs. Ölduselsskóli hafði unnið riðilinn sinn með fullu húsi og styrkur Rimaskóla var augljós. En engum datt í hug að afskrifa Kelduskóla eftir að hafa gert jafntefli við Rimaskóla í riðlakeppninni eða þá spútnik sveit Fossvogsskóla.

Keppnin reyndist líka afar jöfn þar sem þrjár sveitir börðust um sigurinn.  Að lokum hafði Rimaskóli nauman sigur.  Hlaut sveitin 8.5 vinninga af 12 mögulegum og varð hálfum vinningi á undan sveit Ölduselsskóla.  Sveit Kelduskóla sem aftur gerði jafntefli við sveit Rimaskóla í úrslitunum varð síðan í þriðja sæti með 7.5 vinninga.  Sveit Fossvogsskóla náði sér hinsvegar ekki á strik að þessu sinni og hafnaði í fjórða sæti.Sigursveit Rimaskóla skipuðu Nansý Davíðsdóttir, Kristófer Halldór Kjartansson, Joshua Daviðsson og Mikael Maron Torfason. Liðsstjóri sveitarinnar var stórmeistarinn nýbakaði, Hjörvar Steinn Grétarsson.  Silfursveit Ölduselsskóla skipuðu Mykhaylo Kravchuk, Óskar Víkingur Davíðsson, Brynjar Haraldsson og Stefán Orri Davíðsson. Liðsstjóri var Guðmundur Daðason. Í bronssveit Kelduskóla voru þeir Hilmir Hrafnsson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Sigurjón Daði Harðarson og Andri Gylfason. Liðsstjóri sveitarinnar var Hrafn Loftsson. Lokastaðan: 1   Rimaskóli A                    8.5    2   Ölduselsskóli A                8        3   Kelduskóli                     7.5       4   Fossvogsskóli B                0        

Eldri flokkur 2. desember

 

Á sama tíma og úrslitin í yngri flokk fóru fram hófst keppni í eldri flokki.  Átta sveitir voru mættar til leiks, þar af tvær stúlknasveitir. Sveit Rimaskóla tók fljótt forystu í opna flokknum og hélt henni örugglega til enda.  Fyrir sveitinni fór einn alefnilegasti skákmaður landsins Oliver Aron Jóhannesson en aðrir sem tefldu fyrir hana voru þeir Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannsson, Viktor Ásbjörnsson og Mikolaj Oskar Chojecki.  Liðsstjóri var Helgi Árnason.   Mun meiri barátta var um annað sætið en ekki síður milli stúlknasveitanna tveggja um sigur í stúlknaflokki.  Í opna flokknum náði Árbæjarskóli öðru sætinu og Háaleitisskóli sem sendi tvær sveitir til leiks náði þriðja sætinu. 

Úrslitin í stúlknaflokki réðust ekki fyrr en í síðustu skák mótsins!  Þar þurfti sveit Austurbæjarskóla nauðsynlega á vinning að halda í viðureign sinni gegn sveit Árbæjarskóla.  Það gékk ekki eftir þrátt fyrir miklar sviptingar og stúlknasveit Breiðholtsskóla fagnaði sigri í flokknum. Lokastaðan í eldri flokki: 1   Rimaskóli,                          20     2   Árbæjarskóli,                       17.5    3   Háaleitisskóli A,                   15      4   Hagaskóli,                          13       5-6 Hólabrekkuskóli,                    12.5         Háaleitisskóli B,                   12.5     7   Breiðholtsskóli (s),                3        

 8   Austurbæjarskóli,                   2.5

  • Myndir