Jafntefli í KexinuDagur Arngrímsson gerði í dag jafntefli við ugverska FIDE-meistarann Richard Kereztes (2272). Hann hefur því 5 vinninga í 6 skákum og þarf aðeins tvo vinninga í síðustu þremur skákunum til að fá sinn þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.

Davíð Kjartansson gerði jafntefli við við ungverska alþjóðlega meistarann Zoltan Sarosi (2372) og hefur 3.5 vinninga af sex.