Jafnt kynjahlutfall á sumarnámskeiðum TR



Image

Fyrstu tveimur vikum sumarnámskeiða Taflfélags Reykjavíkur er nú lokið og er óhætt að fullyrða að mikil kátína hafi ríkt á meðal barnanna í skáksal félagsins. Börnin hafa glímt við fjölbreyttar skákþrautir, hlotið persónulega leiðsögn skákkennara og í bland við hefðbundna skák hafa þau teflt tvískákir og tekið þátt í fjöltefli, svo eitthvað sé nefnt.

Það er sérstakt ánægjuefni að kynjahlutfall þessara námskeiða hefur verið jafnt til þessa. Þykir það til marks um mikla sókn stúlknaskákar síðustu misseri.

Image-1

Skráning á námskeið #6, sem hefst næstkomandi mánudag klukkan 13:30, er nú í fullum gangi. Hægt er að nálgast skráningarformið með því að smella hér.