Hraðskákmót TR: Davíð efstur, Snorri meistari TRDavíð Kjartansson sigraði í dag á Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur en hann sigraði einnig á nýafstöðnu Haustmóti TR.  Davíð hlaut 11 vinninga af 14 en jafnir í öðru til þriðja sæti urðu Hrannar Baldursson og Snorri G. Bergsson en Hrannar varð ofar á stigum.  Snorri G. Bergsson er því Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2008.

Úrslit:

 • 1. Davíð Kjartansson 11 v af 14
 • 2.-3. Hrannar Baldursson, Snorri G. Bergsson 10 v
 • 4. Helgi Brynjarsson 9,5 v
 • 5. Hrafn Loftsson 9 v
 • 6. Stefán Bergsson 8,5 v
 • 7.-9. Rúnar Berg, Jorge Fonseca, Páll Andrason 8 v
 • 10.-11. Magnús Matthíasson, Kristján Örn Elíasson 7,5 v
 • 12. Örn Stefánsson 7 v
 • 13. Sigurjón Haraldsson 6,5 v
 • 14.-15. Jón Gunnar Jónsson, Óttar Felix Hauksson 6 v
 • 16. Ingi Tandri Traustason 5,5 v
 • 17.-21. Bjarni Jens Kristinsson, Emil Sigurðarsson, Dagur Kjartansson, Benjamín Gísli Einarsson, Birkir Karl Sigurðsson 5 v