Hraðskákmót öðlinga: Þrír sigurvegarar – Gunnar Freyr Hraðskákmeistari



Tæpara mátti það ekki standa. Gunnar Freyr er Hraðskákmeistari öðlinga.

Tæpara mátti það ekki standa. Gunnar Freyr er Hraðskákmeistari öðlinga.

Gríðarlega jafnt og spennandi Hraðskákmót öðlinga fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld en 27 keppendur mættu til leiks sem er nokkuð meiri þátttaka en síðustu ár. Úrslit urðu á þá leið að Gunnar F. Rúnarsson, Jóhann H. Ragnarsson og Ólafur B. Þórsson komu jafnir í mark með 7 vinninga af níu. Eftir útreikning mótsstiga hlaut Gunnar gullið, Jóhann silfrið og Ólafur bronsið. Gunnar Freyr er því Hraðskákmeistari öðlinga 2018. Halldór Pálsson varð fjórði með 6,5 vinning en síðan fylgdu fjórir keppendur með 5,5 vinning.

Sigurbjörn er Skákmeistari öðlinga. Þorvarður hlaut silfrið og Lenka bronsið.

Sigurbjörn er Skákmeistari öðlinga. Þorvarður hlaut silfrið og Lenka bronsið.

Það rættist vel úr þátttöku eftir að forskráning hafði verið helst til róleg og var því ákveðið að fjölga umferðum úr sjö í níu. Úr varð afar fjörug keppni og má nefna að um tíma var nokkuð um ólöglega leiki og reyndi því á hina nýju reglu Fide sem kveður á um að einn slíkur leikur sé leyfður í hraðskák en bæta skuli einni mínútu við tíma andstæðingsins. Vel gekk að fara eftir hinni nýju línu og hafði þetta ekki teljandi áhrif á gang mótsins.

Björgvin og Pétur eru góðir félagar og ötulir skákmenn. Hér eigast þeir við í einni af mörgum skákum sín í milli.

Björgvin og Pétur eru góðir félagar og ötulir skákmenn. Hér eigast þeir við í einni af mörgum skákum sín í milli.

Fyrir lokaumferðina var Gunnar Freyr efstur með 7 vinninga en Jóhann og Ólafur komu næstir með 6 vinninga og dugði Gunnari því jafntefli. Svo fór þó að hann tapaði sinni viðureign á með þeir síðarnefndu höfðu sigur á sínum andstæðingum og því voru þeir allir með 7 vinninga sem er nokkuð óvenjulegt í níu umferða móti. Þá var stuðst við mótsstigin (tiebreaks) sem voru hin sömu og í Skákmóti öðlinga og þar stóð Gunar best eins og fyrr segir. Til gamans má geta þess að í þessu tilfelli hefðu innbyrðis viðureignir ekki nýst til að skera úr um sigurvegara þar sem þeir voru allir með 1 vinning sín í milli.

Hinn síungi Finnur Kr. Finnsson lætur ekki deigan síga við skákborðið. Hér stýrir hann hvítu mönnunum gegn Sturlu Þórðarsyni.

Hinn síungi Finnur Kr. Finnsson lætur ekki deigan síga við skákborðið. Hér stýrir hann hvítu mönnunum gegn Sturlu Þórðarsyni.

Auk verðlauna fyrir hraðskákmótið voru veitt verðlaun fyrir Skákmót öðlinga en þar sigraði Fide-meistarinn, Sigurbjörn J. Björnsson. Þorvarður F. Ólafsson varð annar og Lenka Ptacnikova þriðja. Heildarúrslit má sjá á Chess-Results.