Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöldHraðskákmót öðlinga verður haldið í félagsheimili TR, að Faxafeni 12, miðvikudaginn 20. maí.  Mótið hefst kl. 19:30 og tefldar verða 2×7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjald er 500 kr.

Allir skákmenn 40 ára og eldri velkomnir. Verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur ásamt fleira góðgæti.

Að móti loknu verður verðlaunaafhending fyrir aðalmótið og hraðskákmótið.