HM áhugamanna: Vignir sigraði í fyrstu umferð



Vignir Vatnar Stefánsson hóf þátttöku sína í Heimsmeistaramóti skákmanna með 2000 Elo stig og minna með sigri á kólumbíska skámanninum Paipa Hernan Martinez en sá hefur 1944 stig og er því tæplega 300 stigum hærri en Vignir.  Mjög gott hjá Vigni að byrja mótið með sigri en hann stýrði hvítu mönnunum að þessu sinni.  Töluvert var af óvæntum úrslitum og má til dæmis nefna að stigahæsti keppandinn, sem kemur frá Georgíu, tapaði sinni viðureign.

 

Skák Vignis í dag taldi 72 leiki og var í járnum lengi vel en Vignir tefldi mun betur í endataflinu en andstæðingurinn og uppskar því verðskuldaðan sigur.  Skákin er aðgengileg í Chess-Results hlekknum hér að neðan ásamt öllum skákum umferðarinnar og verður að hrósa mótshöldurum fyrir að gera þær aðgengilegar svo fljótt.

 

Í annarri umferð sem hefst á morgun kl. 12.30 að íslenskum tíma hefur Vignir svart gegn keppanda frá Mongólíu en sá hefur 1908 Elo stig.  Nafn hans er einfalt í framburði, Khurelchuluun Bayarkhuu.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins