Hjörvar í gírnum á HaustmótinuHjörvar Steinn Grétarsson (2320) sigraði Sigurð Daða Sigfússon (2335) í snarpri skák þegar þriðja umferð fór fram í gærkvöldi.  Hjörvar hefur því lagt tvo stigahæstu skákmenn a-flokksins og heldur forystunni með fullt hús vinninga eftir þrjár umferðir.

Hinn ungi, Daði Ómarsson (2099), gerði sér lítið fyrir og lagði Kristján Eðvarðsson (2255) með svörtu mönnunum en Kristján lék sig í mátnet í endataflinu.  Sigurbjörn Björnsson (2287) vann Jóhann H. Ragnarsson (2118) en jafntefli gerðu annarsvegar Lenka Ptacnikova (2285) og Jón Árni Halldórsson (2202) og hinsvegar Júlíus L. Friðjónsson (2216) og Ingvar Þór Jóhannesson (2323) en sú skák taldi einungis 8 leiki.

Sigurbjörn er í öðru sæti með 2,5 vinning en Daði er nokkuð óvænt í þriðja sæti með 2 vinninga.

Úrslit 3. umferðar a-flokks:

Edvardsson Kristjan  0 – 1   Omarsson Dadi 
Ptacnikova Lenka  ½ – ½   Halldorsson Jon Arni 
Gretarsson Hjorvar Steinn  1 – 0 FM Sigfusson Sigurdur 
Fridjonsson Julius  ½ – ½ FM Johannesson Ingvar Thor 
Bjornsson Sigurbjorn  1 – 0   Ragnarsson Johann 

Staðan í a-flokki:

Rk.   Name RtgI RtgN Club/City Pts. 
1   Gretarsson Hjorvar Steinn  2320 2335 Hellir 3
2 FM Bjornsson Sigurbjorn  2287 2280 Hellir 2,5
3   Omarsson Dadi  2099 2105 TR 2
4 WGM Ptacnikova Lenka  2285 2230 Hellir 1,5
5   Edvardsson Kristjan  2255 2230 Hellir 1,5
6   Fridjonsson Julius  2216 2195 TR 1
7 FM Sigfusson Sigurdur  2335 2355 TR 1
8 FM Johannesson Ingvar Thor  2323 2345 Hellir 1
9   Ragnarsson Johann  2118 2100 TG 1
10   Halldorsson Jon Arni  2202 2225 Fjölnir 0,5

Það stefnir allt í gríðarlega spennandi b-flokk en þegar þremur umferðum er lokið er helmingur keppenda með 2 vinninga!  Úrslit voru ekki mjög óvænt en þó er eftirtektarvert að stigahæsti keppandinn, hinni gamalreyndi Kristján Örn Elíasson (1982), er í neðsta sæti með aðeins hálfan vinning.

Úrslit 3. umferðar b-flokks:

Fridthjofsdottir Sigurl  Regin  ½ – ½ Benediktsson Frimann 
Jonsson Sigurdur H  0 – 1 Gardarsson Hordur 
Finnsson Gunnar  0 – 1 Ottesen Oddgeir 
Brynjarsson Helgi  1 – 0 Eliasson Kristjan Orn 
Sigurdsson Pall  ½ – ½ Magnusson Patrekur Maron 

Staðan í b-flokki:

Rk. Name RtgI RtgN Club/City Pts. 
1 Fridthjofsdottir Sigurl  Regin  1788 1725 TR 2
2 Gardarsson Hordur  1884 1795 TA 2
3 Brynjarsson Helgi  1969 1970 Hellir 2
  Magnusson Patrekur Maron  1954 1980 Hellir 2
5 Ottesen Oddgeir  1903 1810 Haukar 2
6 Sigurdsson Pall  1879 1885 TG 1,5
  Benediktsson Frimann  1950 1880 TR 1,5
8 Jonsson Sigurdur H  1889 1830 SR 1
9 Finnsson Gunnar  0 1790 TR 0,5
  Eliasson Kristjan Orn  1982 1970 TR 0,5

Í c-flokki hefur einn efnilegasti skákmaður landsins, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) tekið forystuna með 2,5 vinning eftir sigur á Gústafi Steingrímssyni (1667) í þriðju umferðinni.  Næstir koma Atli Antonsson (1720) og Emil Sigurðarson með 2 vinninga.

Úrslit 3. umferðar c-flokks:

Kristinardottir Elsa Maria  1 – 0 Kjartansson Dagur 
Andrason Pall  ½ – ½ Lee Gudmundur Kristinn 
Stefansson Fridrik Thjalfi  1 – 0 Steingrimsson Gustaf 
Brynjarsson Eirikur Orn  ½ – ½ Antonsson Atli 
Sigurdarson Emil  ½ – ½ Sigurdsson Birkir Karl 

Staðan í c-flokki:

Rk. Name RtgI RtgN Club/City Pts. 
1 Stefansson Fridrik Thjalfi  1694 1645 TR 2,5
2 Antonsson Atli  0 1720 TR 2
3 Sigurdarson Emil  0 1515 UMFL 2
4 Brynjarsson Eirikur Orn  1648 1555 TR 1,5
5 Lee Gudmundur Kristinn  1496 1465 Hellir 1,5
6 Kristinardottir Elsa Maria  1766 1720 Hellir 1,5
7 Sigurdsson Birkir Karl  1445 1365 TR 1
8 Kjartansson Dagur  1455 1440 Hellir 1
9 Andrason Pall  1550 1590 TR 1
  Steingrimsson Gustaf  1667 1570 Helllir 1

Í d-flokki gerðist það að Dagur Andri Friðgeirsson (1775) hefur hætt keppni og því verður að taljast afar líklegt að Örn Leó Jóhannsson (1728) sigri flokkinn örugglega.  Í þriðju umferð vann hann Kristján Heiðar Pálsson (1275) og er efstur með fullt hús ásamt Þormari Levi Magnússyni en þeir mætast einmitt í fjórðu umferðinni.

Úrslit 3. umferðar d-flokks:

Johannsson Orn Leo  2 1 – 0  2 Palsson Kristjan Heidar 
Hafdisarson Ingi Thor  2 0 – 1  2 Magnusson Thormar Levi 
Fridgeirsson Hilmar Freyr  2 0 – 1  1 Steingrimsson Brynjar 
Kristbergsson Bjorgvin  1 1 – 0  1 Gestsson Petur Olgeir 
Jonsson Robert Leo  1 – – +  1 Hallsson Johann Karl 
Magnusson Gudmundur Freyr  0 1 – 0  1 Palsdottir Soley Lind 
Helgason Stefan Mar  0 – – +  0 Olafsdottir Asta Sonja 
Kolka Dawid  0 0 – 1  0 Kristjansson Sverrir Freyr 
Kristjansson Throstur Smari  0 1   bye
Fridgeirsson Dagur Andri  1 0   not paired

Staða efstu manna í d-flokki:

Rk. Name RtgI RtgN Club/City Pts. 
1 Johannsson Orn Leo  1728 1570 TR 3
2 Magnusson Thormar Levi  0 0 Hellir 3
3 Palsson Kristjan Heidar  0 1275 TR 2
4 Hafdisarson Ingi Thor  0 1325 TR 2
  Fridgeirsson Hilmar Freyr  0 1220 Fjölnir 2
6 Steingrimsson Brynjar  0 1185 Hellir 2
7 Kristbergsson Bjorgvin  0 1165 TR 2
8 Hallsson Johann Karl  0 0 TR 2

Fjórða umferð fer fram á föstudagskvöld og hefst kl. 19.30.

  • Heimasíða mótsins