Héðinn með fullt hús eftir 6. umferðir



Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari, er efstur á Capo d’Orso mótinu, sem nú fer fram á Ítalíu. Hann hefur fullt hús vinninga, sex vinninga í sex skákum.

Hann fær rúmenska stórmeistarann Mikhail Marin (2533) í sjöundu umferð. Héðni nægir líkast til að fá einn vinning úr þremur síðustu skákunum til að fá sinn fyrsta stórmeistaraáfanga, að því gefnu, að hann fái stórmeistara í annarri af tveimur síðustu umferðunum. Það ætti að teljast mjög líklegt, miðað við stöðu Héðins í mótinu.

Nái Héðinn stórmeistaraáfanga þetta skiptið verður hann annar TR-ingurinn, sem nær stórmeistaraáfanga á aðeins rúmum mánuði.

Heimasíða mótsins