Haustmót TR hefst sunnudaginn 26. októberSunnudaginn 26. október hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2008. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót TR. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti TR og er það flokkaskipt. Það er öllum opið og eru skákmenn hvattir til þátttöku í þessu fyrsta stórmóti vetrarins.

Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góð verðlaun í boði í öllum flokkum. Alls verða tefldar 9 skákir í hverjum flokki. Í efstu flokkunum verður teflt í lokuðum 10 manna flokkum, en í neðsta flokki verður teflt eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is eða í síma 895-5860 (Ólafur Ásgrímsson).

Skákstjóri er hinn gamalreyndi og síungi Ólafur S. Ásgrímsson og hin eina og sanna Birna sér um veitingar.

Nánari upplýsingar hér