Harpa gengur í T.R.



Skákdrottningin Harpa Ingólfsdóttir Gígja er gengin til liðs við Taflfélag Reykjavíkur.  Harpa varð Íslandsmeistari stúlkna árið 1995 og sama ár Íslandsmeistari með sveit Árbæjarskóla í sveitakeppni stúlkna.  Hún hefur tekið þátt í heimsmeistaramótum ungmenna, þremur ólympíumótum, norðurlandamótum og evrópumeistaramótum.  Harpa hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari kvenna, árið 2000 og 2004.  Þá hefur hún hefur setið í stjórn Skáksambands Íslands, í stjórn Hellis, og verið varaformaður Taflfélags Reykjavíkur.  Harpa er skráð til leiks á Norðurlandamót kvenna sem haldið verður 17. til 23. september í Norræna húsinu, og verður gaman að sjá hana kljást þar við stöllur sínar af hinum norðurlöndunum.

 

Taflfélag Reykjavíkur býður Hörpu hjartanlega velkomna heim!