Hannes Hlífar Stefánsson í T.R.



Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2568), Íslandsmeistari í skák, hefur gengið í Taflfélag Reykjavíkur úr Taflfélaginu Helli. Hannes gekk ungur í Mjölni, en skipti þaðan fljótlega yfir í T.R., þar sem hann  óx og dafnaði. Hann skipti yfir í Helli um miðjan síðasta áratug og hefur teflt með því ágæta félagi síðan og unnið með því m.a. fjóra Íslandsmeistaratitla félagsliða.

Hannes hefur búið í Prag, Tékklandi, hin síðari ár. Hann er í góðu formi þessi misserin og sigraði á Kaupþings-mótinu í Lúxemborg fyrr í sumar. Hann er núverandi Íslandsmeistari og hefur nánast verið áskrifandi að titlinum í hartnær áratug.

Taflfélagið býður Hannes velkominn heim og hlakkar til samstarfsins við sterkasta skákmann landsins á komandi árum.