Hálfleikur í ÍslandsmótinuÍ dag lauk fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga þegar 4. umferð fór fram.  Í 1. deild sigraði a-sveit TR a-sveit Hellis 4,5-3,5 en b-sveitin beið lægri hlut fyrir Skákfélagi Akureyrar 5,5-2,5.  Rétt er að taka fram að vegna óvæntra forfalla voru auð borð í b-sveitinni.  a-sveit Bolvíkinga leiðir, a-sveit TR er í 4. sæti og b-sveitin rekur lestina í 10. sæti.

c- og d-sveitir TR keppa í 3. deildinni þar sem c-sveitin berst um 2. sætið og þar með að komast upp í 2. deildina að ári.  Í 4. umferðinni sigraði c-sveitin b-sveit Skákfélags Reykjanesbæjar 4-2 en d-sveitin tapaði fyrir b-sveit Taflfélags Garðabæjar 4,5-1,5.  b-sveit Taflfélags Bolungarvíkur leiðir örugglega með 21,5 vinning en í öðru sæti er c-sveit TR með 15,5 vinninga, einum vinningi meira en Taflfélag Akraness.  d-sveit TR kemur síðan í 4. sæti með 10 vinninga.

Barna- og unglingasveit TR, e-sveit, teflir í 4. deild og tapaði illa í 4. umferðinni 6-0 gegn c-sveit Skákfélags Akureyrar og er í 22. sæti að loknum fyrri hlutanum.

Seinni hluti Íslandsmótsins fer fram að vori en að þessu sinni verður teflt á Akureyri í tilefni af 90 ára afmæli Skákfélags Akureyrar.

Chess-Results