Guðmundur vann í 7. umferð



Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), sigraði Fide meistarann, Ingvar Þór Jóhannesson (2323), í sjöundu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag.  Guðmundur hafði hvítt í fjörugri skák þar sem slavnesk vörn var tefld.  Fljótlega í miðtaflinu opnaðist staðan upp á gátt og Ingvar blés til sóknar á kóngsvæng en fór of geyst og Guðmundur náði að ráðast á veika kóngsstöðu hans sem leiddi til uppgjafar Ingvars eftir 31 leik.

Guðmundur er í 9. sæti með 2,5 vinning en efstur með 6 vinninga er stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2473).

Áttunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 16 en þá mætir Guðmundur Fide meistaranum, Davíð Ólafssyni (2327).

  • Heimasíða SÍ
  • Chess-Results
  • Skákirnar í beinni