Guðmundur sigraði á haustmótinuGuðmundur Kjartansson (2314) sigraði á Haustmóti TR sem lauk í kvöld.  Guðmundur gerði jafntefli við Sverri Örn Björnsson (2158) í lokaumferðinni og hlaut 7,5 vinning í 9 skákum.  Davíð Kjartansson (2291), sem vann Jóhann H. Ragnarsson (2068) varð annar með 7 vinninga og Stefán Bergsson (2135), sem vann Þór Valtýsson (2041) varð þriðji með 5,5 vinning.   Mikael Jóhann Karlsson (1855) sigraði í b-flokki, Oliver Aron Jóhannesson (1645) í c-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson (1444) í d-flokki.  

A-flokkur:

Úrslit 9. umferðar:

 

1 Valtysson Thor  0 – 1 Bergsson Stefan 
2 Jonsson Bjorn  ½ – ½ Olafsson Thorvardur 
3 Ragnarsson Johann  0 – 1 Kjartansson David 
4 Bjornsson Tomas  ½ – ½ Baldursson Haraldur 
5 Bjornsson Sverrir Orn  ½ – ½ Kjartansson Gudmundur 

 
Lokastaðan:

 

Rk.   Name RtgI Club/City Pts.  Rp rtg+/-
1 IM Kjartansson Gudmundur  2314 TR 7,5 2393 8,1
2 FM Kjartansson David  2291 Víkingar 7 2343 8,6
3   Bergsson Stefan  2135 SA 5,5 2220 15,8
4   Bjornsson Sverrir Orn  2158 Haukar 5 2181 3,9
5   Ragnarsson Johann  2068 TG 5 2191 21,3
6 FM Bjornsson Tomas  2162 Goðinn 4 2094 -12,1
7   Olafsson Thorvardur  2174 Haukar 4 2093 -14,3
8   Jonsson Bjorn  2045 TR 3 2025 -4,3
9   Valtysson Thor  2041 SA 2 1931 -18,3
10   Baldursson Haraldur  2010 Víkingar 2 1934 -12,6

 

Aðrir flokkar:

Mikael Jóhann Karlsson (1855) sigraði í b-flokki en hann hlaut 6,5 vinning.  Mikael ávinnur sér þar með keppnisrétt í a-flokki að ári. Dagur Ragnarsson (1761) varð annar með 6 vinninga og Stephan Jablon (1965) þriðji með 5,5 vinning.

Oliver Aron Jóhannesson (1645) sigraði í c-flokki en hann hlaut 7 vinninga.  Oliver ávinnur sér þar með keppnisrétt í b-flokki að ári.  Birkir Karl Sigurðsson (1597) varð annar með 6,5 vinning.  Jón Trausti Harðarson (1660) og Friðgeir Hólm (1667) urðu í 3.-4. sæti með 6 vinninga. 

Vignir Vatnar Stefánsson (1444) sigraði í d-flokki (opnum flokki) en hann hlaut 7,5 vinning.   Vignir þar með ávinnur sér keppnisrétt í c-flokki að ári.   Jóhann Arnar Finnsson (1199) varð annar með 7 vinninga.  Sóley Lind Pálsdóttir (1345), Rafnar Friðriksson (1407) og Hilmir Freyr Heimisson (1322) urðu í 3.-5. sæti með 6 vinninga.