Guðmundur með sigra í 7. og 8. umferð á First SaturdayGuðmundur Kjartansson (2388) lét ekki tap í sjöttu umferð First Saturday mótsins slá sig út af laginu og sigraði í næstu tveim skákum á eftir.  Guðmundur hefur því 6 vinninga þegar tveim umferðum er ólokið og þarf 1,5 vinning í síðustu tveim skákunum til að landa þriðja og síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli.

Heimasíða mótsins