Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í Fischer RandomAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði örugglega á fyrsta Íslandsmótinu í Fischer Random sem haldið var í gær á Skemmtikvöldi Taflfélags Reykjavíkur.  Guðmundur hlaut 11,5 vinning, þremur vinningum meira en alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson, en tefldar voru 12 umferðir.  Jafnir í 4.-6. sæti með 7,5 vinning voru Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson, Rúnar Berg og alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson.  Alls voru keppendur 21 talsins.

 

Sannarlega glæsilegur sigur hjá Guðmundi og óskar Taflfélag Reykjavíkur honum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Það er mál manna að skemmtikvöldið hafi heppnast afar vel en það var haldið í samstarfi við Billiardbarinn þar sem keppendum bauðst afsláttur af veigum og spiltíma í pool.  Stefnt verður á að halda annað skemmtikvöld í apríl og verður það auglýst síðar.

  • Myndir
  • Skemmtikvöld T.R.
  • Reglur Fischer Random

Lokastaðan

1 Guðmundur Kjartansson, 11,5
2.-3. Jón Viktor Gunnarsson, 8,5
Björn Þorfinnsson, 8,5
4.-6. Einar Hjalti Jensson, 7,5
Rúnar Berg, 7,5
Bragi Þorfinnsson, 7,5
7.-8. Róbert Lagerman, 7,0
Þorvarður Fannar Ólafsson, 7,0
9.-12. Bergsteinn Einarsson, 6,5
Sigurður Páll Steindórsson, 6,5
Elsa María Kristínardóttir, 6,5
Kjartan Maack, 6,5
13.-15. 5 Elvar Guðmundsson, 6,0
Vignir Vatnar Stefánsson, 6,0
Gunnar Freyr Rúnarsson, 6,0
16.-17. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 5,5
Sindri Guðjónsson, 5,5
18 Ólafur Kjartansson, 4,5
19 Ingibjörg Edda Birgisdóttir, 3,0
20 Hjálmar Sigurvaldason, 2,5
21 Hörður Jónasson, 2,0