Guðmundur í 9.-15. sæti í BadalonaAlþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hafnaði í 9.-15. (10.) sæti í opnu alþjóðlegu móti sem fram fór í Badalona á Spáni.  Guðmundur hlaut 6 vinninga í níu umferðum, vann fimm viðureignir, gerði tvö jafntefli og tapaði tvisvar.  Árangur Guðmundar jafngildir 2459 Elo stigum og hækkar hann lítillega á stigum.  Keppendur í flokki Guðmundar voru tæplega eitthundrað talsins, þar af voru sex stórmeistarar og 22 alþjóðlegir meistarar.

  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results