Grand Prix mótið í kvöld6. Grand Prix mót T.R. og Skákdeildar Fjölnis verður haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 19.30.

Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Verðlaun verða í boði Senu, Zonets, Smekkleysu, 12 tóna og Geimsteins.

Skákstjórar eru Óttar Felix Hauksson og Helgi Árnason, formenn T.R. og Sd. Fjölnis.