Góður árangur T.R. félaga á Íslandsmóti stúlknaÞrjár stúlkur úr T.R. tóku þátt í Íslandsmóti stúlkna sem fram fór í Salskóla nú á sunnudaginn var. Þetta voru systurnar Halldóra Freygarðsdóttir og Sólrún Elín Freygarðsdóttir svo og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þær hafa allar verið mjög duglegar að mæta á laugardagsæfingarnar frá því í haust og náðu prýðisárangri á Íslandsmótinu. Veitt voru verðlaun í nokkrum aldursflokkum og hlaut Sólrún Elín verðlaun fyrir að vera efst þeirra stúlkna sem fæddar eru árið 2000! Til hamingju með þennan árangur Sólrún Elín!

Verðlaunahafinn Sólrún Elín Freygarðsdóttir að tafli