Gauti og Óskar sigruðu á öðru Páskaeggjamótinu



Annað mótið í Páskaeggjasyrpu Taflfélags Reykjavíkur og Nóa Síríus fór fram í dag og líkt og í fyrsta mótinu tók á áttunda tug krakka þátt, 45 í yngri (2005-2008) flokki og 29 í eldri (1998-2004) flokki.  Í yngri flokknum sigraði Óskar Víkingur Davíðsson glæsilega með fullu húsi vinninga eða 6 vinninga af 6 mögulegum en jafnir í 2.-4. sæti með 5 vinninga voru Björn Magnússon, Stefán Orri Davíðsson og Sólon Siguringason en Sólon sigraði í fyrsta mótinu.  Í eldri flokknum stóð Gauti Páll Jónsson uppi sem sigurvegari með 5,5 vinning en Vignir Vatnar Stefánsson, sigurvegari fyrsta mótsins, og Mykhaylo Kravchuk komu næstir með 5 vinninga.

Stemningin í Skákhöll félagsins var hreint út sagt frábær og enn og aftur skein gleðin og eftirvæntingin úr augum krakkanna og baráttan á skákborðunum var hörð en háð af miklum drengskap.  Eðli málsins samkvæmt voru krakkarnir á öllum aldri og komin mislangt í þeirri miklu list sem skákin er.  Þrátt fyrir það koma engin atvik upp í skákunum sem ekki er hægt að leysa úr á einfaldan og farsælan hátt.  Þá er rétt að hrósa eldri og reyndari krökkunum fyrir dugnað sinn í að leiðbeina og leiðrétta yngri og óreyndari andstæðinga sína – þar vantar sko ekkert upp á þolinmæðina og eljusemina við að kenna nýliðunum.

 

Gaman er að sjá alla foreldrana og forráðamennina fylgjast með ungviðinu sínu við skákborðin og nokkrir þeirra höfðu það á orði að oftar en ekki væri spennan og innlifunin (hjá foreldrunum) svo mikil að þeir gætu hreinlega ekki fylgst með skákunum og kæmu sér því eitthvert annað á meðan baráttan fór fram.  Vinsæll áfangastaður var hið margrómaða Birnu-Kaffi þar sem Birna Halldórsdóttir stendur vaktina eins og enginn sé morgundagurinn.

Forsvarsmenn Taflfélags Reykjavíkur eru himinlifandi yfir þeim viðtökum sem Páskaeggjasyrpan hefur fengið og þakkar öllum krökkunum fyrir þátttökuna og minnir jafnframt á þriðja og síðasta mótið í syrpunni sem fer fram næstkomandi sunnudag.  Við hlökkum til að sjá ykkur!

  • Myndir
  • Páskaeggjasyrpan

Lokastaðan:

Yngri flokkur

1 Óskar Víkingur Davíðsson, 6
2-4 Björn Magnússon, 5
Stefán Orri Davíðsson, 5
Sólon Siguringason, 5
5 Róbert Luu, 4.5
6-15 Gabríel Sær Bjarnþórsson, 4
Adam Omarsson, 4
Viktor Smári Unnarsson, 4
Jón Hreiðar Rúnarsson, 4
Alexander Már Bjarnþórsso, 4
Alexander Björnsson, 4
Magnús Hjaltason, 4
Reynir Þór Stefánsson, 4
Baltasar Máni Gunnarsson, 4
Friðrik Helgi Eyjólfsson, 4
16-17 Bjarki Freyr Mariansson, 3.5
Árni Ólafsson, 3.5
18-27 Kristján Dagur Jónsson, 3
Gerardas Slapikas, 3
Freyr Grímsson, 3
Óttar Örn Bergmann Sigfús, 3
Ísak Orri Karlsson, 3
Marel Baldvinsson, 3
Elísabet Xiang Sveinbjörn, 3
Elsa Kristín Arnaldardótt, 3
Sólveig Bríet Magnúsdótti, 3
Stefán Gunnar Maack, 3
28-32 Freyja Birkisdóttir, 2.5
Karítas Jónsdóttir, 2.5
Benedikt Briem, 2.5
Ragnar Már Halldórsson, 2.5
Eva Júlía Jóhannsdóttir, 2.5
33-40 Nikolai Daðason, 2
Matthías Andri Hrafnkelss, 2
Pætur Dávursson, 2
Kolbeinn Helgi Magnússon, 2
Sesselja Fanney Kristjáns, 2
Guðmundur , 2
Benedikt Þórirsson, 2
Iðunn Ólöf Berndsen, 2
41-42 Iðunn Helgadóttir, 1.5
Elín Snæfríður Conrad, 1.5
43-45 Krummi Thor Guðmundsson, 1
Sólný Helga Sigurðardótti, 1
Ragnar Bergur Arnarsson, 1

Eldri flokkur

1 Gauti Páll Jónsson, 5.5
2-3 Vignir Vatnar Stefánsson, 5
Mykhaylo Kravchuk, 5
4-5 Bárður Örn Birkisson, 4.5
Aron Þór Mai, 4.5
6-9 Halldór Atli Kristjánsson, 4
Guðmundur Agnar Bragason, 4
Björn Hólm Birkisson, 4
Matthías Ævar Magnússon, 4
10 Þorsteinn Magnússon, 3.5
11-19 Axel Óli Sigurjónsson, 3
Arnar Milutin Heiðarsson, 3
Stephan Briem, 3
Olafur Orn Olafsson, 3
Bjarki Arnaldarson, 3
Sindri Snær Kristófersson, 3
Jón Þór Lemery, 3
Mikael Maron Torfason, 3
Benedikt Ernir Magnússon, 3
20-21 Ottó Bjarki Arnar, 2.5
Daniel Ernir Njarðarson, 2.5
22-27 Tinni Teitsson, 2
Þórður Hólm Hálfdánarson, 2
Alexander Oliver Mai, 2
Sigurjón Óli Ágústsson, 2
Jon Otti Sigurjonsson, 2
Eldar Sigurðarson, 2
28-29 Sigmar Þór Baldvinsson, 1
Einir Ingi Guðmundsson, 1