Friðrik Þjálfi og Geirþrúður Anna á EM ungmennaFriðrik Þjálfi Stefánsson og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir taka nú þátt í Evrópumóti ungmenna í Novi, Svartfjallalandi.  Eftir 5 umferðir hefur Geirþrúður 2,5 vinninga og Friðrik 2 vinninga en alls verða tefldar 9 umferðir.  Árangur þeirra beggja er til fyrirmyndar og nokkuð ljóst er að þau munu birtast fljótlega á Fide stigalistanum með sín fyrstu stig.

Alls taka 10 íslensk ungmenni þátt en heimsíðu mótsins má finna hér.  Edda Sveinsdóttir, fararstjóri, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu þar sem má finna umfjöllun um mótið, aðstæður o.fl.

Á Chess-results má nálgast upplýsingar um þátttakendur, árangur, úrslit o.fl.