Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Guðmundur og Aron tefla á skoska meistaramótinu

Enn heldur Guðmundur Kjartansson (2356) áfram þátttöku sinni á erlendum skákmótum og tekur nú þátt í þriðja og síðasta móti sínu í þessum túr en hann hóf leik í dag á Skoska meistaramótinu.  Ásamt honum tekur annar TR-ingur þátt, Aron Ingi Óskarsson (1876). Í fyrstu umferð sem fram fór í dag mætti Guðmundur þýska skákmanninum Fan Zhang (2058) og bar ...

Lesa meira »

Big Slick pistill Guðmundar

Guðmundur Kjartansson hefur tekið saman pistil um þátttöku sína á nýafstöðnu Big Slick skákmóti í London. Big Slick Nú er annað mótið í þriggja móta skáktúr mínum lokið og skoska meistaramótið framundan þar sem ég tek þátt ásamt Aroni Inga Óskarssyni.  Big Slick mótið fór fram í London þar sem ég er staddur nú og er þetta í fyrsta skipti ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í lokaumferðinni

Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska skákmanninum, Peter S. Poobalasingam (2240), í níundu og síðustu umferð Big Slick mótsins sem fram fór í London.  Guðmundur hlaut 2,5 vinning og hafnaði í níunda sæti.  Árangur hans samsvarar 2222 skákstigum og tapar hann um 30 stigum. Sigurvegarar mótsins með 6,5 vinning voru enski stórmeistarinn Keith C. Arkell (2517) og rússneski stórmeistarinn Alexander ...

Lesa meira »

Enn gerir Guðmundur jafntefli

Fimmta jafnteflið í röð hjá Guðmundi Kjartanssyni (2388) á Big Slick mótinu er staðreynd eftir að hann og portúgalski stórmeistarinn, Luis Galego (2454), skildu með skiptan hlut í áttundu umferð sem fram fór í dag. Guðmundur hefur 2 vinninga og er í níunda sæti fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun en þá mætir hann stigalægsta keppanda flokksins, enska skákmanninum, ...

Lesa meira »

Jafntefli hjá Guðmundi í 7. umferð

Guðmundur Kjartansson (2388) gerði sitt fjórða jafntefli í röð á Big Slick mótinu í London, nú í sjöundu umferð gegn enska alþjóðlega meistaranum, Simon Ansell (2394).  Guðmundur er í 9. sæti með 2 vinninga þegar tvær umferðir eru eftir.  Á morgun mætir hann portúgalska stórmeistaranum, Luis Galego (2454). Guðmundur teflir í lokuðum og nokkuð sterkum stórmeistaraflokki þar sem stigahæsti keppandinn ...

Lesa meira »

Guðmundur með jafntefli í 5. og 6. umferð

Guðmundur Kjartansson (2388) er aðeins að rétta sinn kút á Big Slick mótinu sem fram fer í samnefndum klúbbi í London.  Eftir jafntefli í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við rússneska skákmanninn, Alexei Slavin (2308), í fimmtu umferð og sömuleiðis jafntefli við enska stórmeistarann, Daniel W. Gormally í þeirri sjöttu. Í dag mætir Guðmundur enska alþjóðlega meistaranum, Simon Ansell (2394).

Lesa meira »

Guðmundur kominn á blað í London

Guðmundur Kjartansson (2388) gerði jafntefli við enska fide meistarann, Robert Eames (2312), í fjórðu umferð Big Slick skákmótsins sem fram fer í London.  Guðmundur hefur hálfan vinning að loknum fjórum umferðum.  Nú er bara að vona að fyrsti punktur Guðmundar verði til þess að hann komist á skrið í kjölfarið en á morgun mætir hann rússneska skákmanninum, Alexei Slavin (2308), ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í 3. umferð

Guðmundur Kjartansson (2388) tapaði fyrir enska stórmeistaranum, Keith Arkell (2517), í þriðju umferð Big Slick mótsins sem fram fór í dag.  Guðmundur, sem enn er ekki kominn á blað, mætir á morgun enska fide meistaranum, Robert Eames (2312). Guðmundur teflir í lokuðum og nokkuð sterkum stórmeistaraflokki þar sem stigahæsti keppandinn er með 2517 skákstig.  Tíu keppendur eru í flokknum og ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir á Big Slick skákmótinu

Guðmundur Kjartansson (2388) heldur áfram markmiði sínu á að rjúfa 2400 stiga múrinn til að öðlast alþjóðlegan meistaratitil en þriðja og síðasta áfanganum náði hann á First Saturday mótinu sem lauk fyrir skömmu. Nú tekur Guðmundur þátt í móti sem enski stórmeistarinn, Simon Williams, stendur fyrir í London.  Mótið dregur nafn sitt af pókerklúbbi þar sem skákirnar fara fram og ...

Lesa meira »

Pistill frá Guðmundi Kjartanssyni

Guðmundur Kjartansson, verðandi alþjóðlegur meistari, hefur sent frá sér pistil til birtingar á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur: Skáksumarið 2009 Í upphafi sumars ákvað ég að skipuleggja þriggja móta ferð, með það að að marki að ná síðasta alþjóðlega áfanganum, komast yfir 2400 stiga „múrinn“ og þannig jafnframt tryggja mér alþjóðameistaratitil. Fyrsta mótið, First Saturday í Búdapest þar sem ég tók þátt ...

Lesa meira »

Guðmundur með síðasta áfangann að alþjóðlegum meistaratitli

Guðmundur Kjartansson (2388) gerði jafntefli í níundu umferð og sigraði í tíundu umferð First Saturday mótsins sem lauk í dag.  Það þýðir að hann endar með 7,5 vinning af 10 og nær þar með síðasta áfanga sínum að alþjóðlega meistaratitlinum.  Nú þarf Guðmundur einungis að ná 2400 stiga markinu til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari. Guðmundur varð efstur í sex ...

Lesa meira »

Guðmundur með sigra í 7. og 8. umferð á First Saturday

Guðmundur Kjartansson (2388) lét ekki tap í sjöttu umferð First Saturday mótsins slá sig út af laginu og sigraði í næstu tveim skákum á eftir.  Guðmundur hefur því 6 vinninga þegar tveim umferðum er ólokið og þarf 1,5 vinning í síðustu tveim skákunum til að landa þriðja og síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Skákir á heimasíðu T.R.

Núna er hægt að skoða skákir á heimasíðunni án þess að þurfa að hlaða skákunum niður.  Þess í stað birtast þær í glugga þegar smellt er á viðkomandi skákmót.  Skákirnar er að finna á stikunni hér efst á síðunni undir “skákir”. Að venju var það gengið hjá A8 sem gerði þetta mögulegt og fær þakkir fyrir.

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í sjöttu umferð

Guðmundur Kjartansson (2388) beið lægri hlut í sjöttu umferð First Saturday mótsins sem fram fer í Búdapest, Ungverjalandi.  Guðmundur hefur 4 vinninga eftir 6 umferðir og þarf 3,5 vinning í síðustu fjórum umferðunum til að landa sínum síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Sjöunda umferð fer fram í dag og hefst kl. 16.00 að staðartíma. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Guðmundur með 4 af 5 á First Saturday

Guðmundur Kjartansson (2388) hefur farið vel af stað á First Saturday mótinu sem fram fer í Búdapest, Ungverjalandi, dagana 6. – 16. júní.  Guðmundur hefur hlotið fjóra vinninga þegar fimm umferðum er lokið en hann teflir í lokuðum sex manna flokki þar sem hann er stigahæstur þátttakenda.  Meðalstig flokksins eru 2281 stig og þarf 7,5 vinning úr 10 skákum til ...

Lesa meira »

Sigurlaug Regína nýr formaður Taflfélags Reykjavíkur

Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir var í gær kjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins.  Óttar Felix Hauksson var kjörinn varaformaður. Aðrir meðstjórnendur voru kjörnir: Júlíus L. Friðjónsson, Ólafur S. Ásgrímsson, Magnús Kristinsson, Eiríkur K. Björnsson og Elín Guðjónsdóttir. Í varastjórn sitja, í réttri röð: Björn Jónsson, Kristján Örn Elíasson, Þórir Benediktsson og Torfi Leósson.   Sigurlaug er önnur konan sem gegnir ...

Lesa meira »

Aðalfundur TR í kvöld kl. 20

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld, 8. jún kl. 20 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lesa meira »

Jóhann sigraði á fjölmennu fimmtudagsmóti

Jóhann H. Ragnarsson bar sigur úr býtum á síðasta fimmtudagsmóti vetrarins sem Taflfélag Reykjavíkur stóð fyrir í fyrrakvöld. Jóhann hlaut 8,5 vinning úr níu skákum en hann var með forystu allan tímann og leyfði aðeins jafntefli gegn Kristjáni Erni Elíassyni í sjöttu umferð. Júlíus L. Friðjónsson varð annar með 8 vinninga en í þriðja sæti með 6 vinninga var Sverrir ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót vetrarins í kvöld hjá TR

Síðasta fimmtudagsmótið að sinni verður haldið í kvöld. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.   Í ...

Lesa meira »